Fasteignir og 360° tækni

IcePano býður upp á hágæða stafrænar 360° myndir og myndbönd.

Fasteignir sem auglýstar eru með 360° tækni gefa fasteignasölum markaðsyfirburði og veita viðskiptavinum fullkominn aðgang að fasteigninni á netinu þar sem þeir geta séð fasteignina bæði að innan sem utan frá öllum sjónarhornum.

360° myndir og myndbönd virka eins og opið hús, gefur hugsanlegum viðskiptavinum þínum  þá tilfinningu að þeir séu staddir inn í miðri mynd, þ.e. í stað þess að standa fyrir utan myndina og horfa á hana, eru þeir miðja myndarinnar og geta snúið sér 360°.

Hægt er að nýta þessa tækni með snjallsímum, spjaldtölvum, tölvum en áhrifamest er að nota sýndarveruleikagleraugu sem hægt er að fá hjá IcePano.