Drónamyndir og myndbönd

Myndataka með dróna gerir það að verkum að hægt er að sýna myndefnið frá mörgum sjónarhornum. Áhorfandinn upplifir nýja sýn á efnið, sjóndeildarhringurinn víkkar og nýjar víddir opnast.

Þjónustan

Við tökum að okkur öll verkefni sem tengjast myndatökum með drónum. Þar má nefna landslagsmyndir, tækifærismyndir t.d. við brúðkaup, íþróttaviðburði, útihátíðir, tónleika eða aðra viðburði. Drónamyndataka hentar vel til að hanna auglýsingar fyrir t.d. fyrirtæki í ferðaþjónustu, bílaumboð og margt fleira.