Hvað er Aukinn Raunveruleiki (AR)

AR tækninn er enn lítt þekkt í Íslandi en fyrir t.d. útgefendur og auglýsendur opnar AR ótrúlega og fjölbreytta möguleika til að koma upplýsingum, þjónustu og vörum sínum á framfæri. Með AR getur útgefandi miðlað nánast ótakmörkuðum upplýsingum til lesenda sinna.

Þessi tækni minnkar bilið milli prentaðs efnis og stafræna heimsins. Til að nota AR er útbúið smáforrit þar sem útgefandinn tengir stafrænt efni beint við útgáfu sína. Þegar notandinn getur hlaðið niður smáforritinu fær hann aðgang að efni sem ekki er aðgengilegt annars, hann notar það jafnhliða prentefninu og með því fengið algjörlega nýja sýn efnið og margfalt meira magn af upplýsingum og verður í raun þátttakandi.

Möguleikarnir eru endalausir, það er aðeins ímyndunaraflið sem setur mörkin. Með AR er t.d. hægt að sýna myndir í 3D, myndbönd, fá skrifaðan texta lesinn upp á fleiri en einu tungumáli eða að textinn birtist á öðru tungumáli. Einnig mætti útbúa rat- og tölvuleiki, setja inn tónlist og svo mætti lengi telja.

Hvað getum við gert?

Möguleikarnir eru óendalegir!

Hljóð og myndbönd

AR Iceland býður upp á þjónustu á heimsmælikvarða. Skoðið sýnishorn myndbanda og hljóðefnis með því að smella á myndina.

3D Model

AR Iceland hefur yfir að ráða góðum tækjakosti,
sem síðan skilar frábærum og vönduðum 3D myndum til viðskiptavina. Smelltu á myndina til að
skoða sýnishorn.

Myndir

AR Iceland býður upp á vandaðar ljósmyndir. Aðeins
það besta er nógu gott fyrir viðskiptavini okkar. Smelltu á myndina til að skoða sýnishorn.

Aukinn Raunveruleiki í skólastofunni

Hægt er að nota AR samhliða námsbókum. Með AR er hægt að fanga athygli nemandans, auka áhuga hans og virkni og þátttöku. AR nám getur hjálpað nemendum með mismunandi hæfileika ásamt því að virkja sköpunargleði þeirra. Ljóst er að verða vitni að eldgosi beint fyrir framan þig eða fljúga í gegn um sólkerfið, gerir námið mun skemmtilegra og eftirminnilegra í huga nemandans sem síðan skilar sér í auknum skilningi á námsefninu sjálfu.

AR og fögin

Skoðum landafræði. Markmið dagsins er að læra um eldgos og í námsbók nemenda er texti þar sem helstu staðreyndir koma fram. AR nemandinn tekur fram snjallsímann sinn eða spjaldtölvuna og heldur henni yfir textanum. Upp úr bókinni birtist fjall sem byrjar að gjósa. Nemandinn getur fylgst með eldgosinu frá upphafi til enda, snúið fjallinu (bókinni eða tækinu) og séð það frá öllum hliðum og jafnvel þverskurð þar sem sést hvað er að gerast inn í fjallinu. Talsvert áhugaverðara en textinn.

Hvað með stjörnufræði? Skemmtilegra er að fá sér göngutúr á Mars með VR gleraugum heldur en að lesa um plánetuna. Eða hreinlega ferðast á milli pláneta, sjá rauða blettinn á Júpíter, hringi Satúrnusar já eða kanna tunglið Evrópu sem talið er möguleiki á lífvænlegu umhverfi .

Ekki ætti að kenna líffræði nema með AR. Til að mynda getur nemandinn verið með þrívíddarmynd af hjarta mannsins. Ekki nóg með það því hann getur séð það frá öllum hliðum, hvernig það er að innan, fylgst með hjartslættinum, hvernig blóð fer á milli hjartahólfa og svo framvegis. Annað dæmi er þrívíddarmynd af lungum. Þar getur nemandi fylgst með loftskiptum eða þegar blóðið grípur súrefni í gegn um lungnablöðrurnar og skilar af sér lofttegundum sem ekki nýtast. Möguleikarnir eru nánast endalausir.

Appið virkar vel með IOS kerfi.
Þú getur nálgast það á appstore  eða með því að smella á þennan link

Appið virkar vel með android kerfi.
Þú getur nálgast það á google play  eða með því að smella á þennan link