Þrívíddarteikningar

Að hanna og byggja þitt eigið hús er draumur margra. Þrívíddargrafík býður upp á þann möguleika að hanna þrívíða mynd af byggingunni eins og hún á að líta út að verki loknu hvort sem er að innan eða utan. Þessi tækni hentar bæði fyrir faglærða sem áhugamenn um byggingar og hönnun og bjóðum við upp á þrívíddarmyndir byggðar á þínum eigin teikningum, hugmyndum eða CAD.

Þessi tækni gerir þér einnig kleift að sjá á myndrænan hátt fyrirhugaðar breytingar á heimili þínu. Ekki er nauðsynlegt að vera með teikningar gerðar af fagfólki heldur aðeins þínar hugmyndir og skissur. Tæknin auðveldar þér alla ákvarðanatöku þar sem þú getur séð skýra mynd af hvernig heimilið myndi líta út að verki loknu. Myndirnar er líka hægt nýta til að bera undir fagfólk og gefa þær skýra mynd af því hvernig þú vilt að heimilið líti út þegar verki er lokið.

Með nýjasta hugbúnaði okkar er hægt að skapa sannfærandi og raunhæfar myndir sem styðja við áætlanagerð og einnig er hægt er að nota þær t.d. í auglýsinga- eða kynningarefni.