360° Myndir og myndbönd (Video Production Services)

Þegar skipuleggja á 360° myndir eða myndskeið, þá er ýmislegt sem þarf að undirbúa. Það fyrsta sem þarf að íhuga er hvert markmiðið er, síðan þarf að skoða hvar myndbandið verður birt og svo framvegis. Icepano er 360° framleiðslustofnun sem vinnur með fyrirtæki þínu, hlustar á markmið þín og væntingar og vinnur með alla þætti verkefnis, s.s. áætlanir eða kannar staðsetningar og kjöraðstæður til myndatöku. Icepano sér síðan um að taka myndirnar, vinna þær og koma með hugmyndir að birtingu þeirra.  Einnig er hægt að útbúa 360° myndböndin okkar sem hefðbundin myndbönd en dreifing fyrir hefðbundin myndbönd er fjölbreyttari en hægt er að dreifa þeim á marga vinsæla miðla svo sem YouTube, facebook og fleiri.

Sköpun og upplifun

Hefðbundnar aðferðir í samsetningu mynda hafa ákveðin takmörk þar sem þarf að halda sig innan ákveðins ramma. 360° tæknin fjarlægir þessi mörk og gefur áhorfanda þá tilfinningu að hann sé staddur inn í miðri mynd, þ.e. í stað þess að standa fyrir utan myndina og horfa á hana, er hann miðja myndarinnar og getur snúið sér 360° og séð allan feril myndarinnar. Þessi tækni krefst skapandi auga og hugmyndaauðgi allt frá ákvörðun myndefnis til fullunnar 360° myndar eða myndbands. Þá gefst áhorfanda kostur á að upplifa myndina eins og hann sé á þeim stað sem myndin var tekin. Þegar horft er á 360° myndband upplifir áhorfandinn ekki aðeins myndefnið sjálft heldur einnig hljóð og þá sögu sem myndbandið lýsir.

Icepano

Icepano vinnur náið með viðskiptavinum sínum, hlustar á þeirra hugmyndir til að skapa þá upplifun sem þeir óska eftir. Þegar fullunnið verk er afhent, er farið yfir þá möguleika sem viðskiptavinir hafa til að nýta sér myndefnið fyrirtæki sínu til framdráttar. T.d. á hvaða miðlum best er að hlaða myndefninu upp og svo framvegis. Hægt er að skoða það í öllum snjallsímum, tölvum og spjaldtölvum en áhrifaríkasta tækið eru tvímælalaust sýndarveruleikagleraugu. Icepano hefur slík gleraugu á vörulista sínum og selja þau til viðskiptavina sinna á lágmarksverði. Hægt er að bæta þeim við það tilboð sem gert var í upphafi.